Bókanir

Pub Quiz - Við mætum

Nenniru ekki að sjá um spurningakeppnina sjálfur? Eða er enginn sem getur tekið þetta á sig?

Við bjóðumst til að mæta með góðan pubquiz pakka og góða stemmingu til þín. Eina sem þú þarft að gera er að hafa samband hér að neðan.

Hafa samband

Emoji Kennsla

Finnst þér eins og samskiptin á þínum vinnustað getur verið betri? Skiluru ekkert í nýju kynslóðinni sem er að koma inn á vinnumarkaðinn? Vilt þú að eldri kynslóðirnar skilji þig betur? Hefuru fengið miklar skammir fyrir að senda einn saklausan þumal?

Ef þú svara já við einu eða fleiru hér að ofan. Þá er þetta fyrir þig!

Bókaðu okkur í þitt fyrirtæki og við skulum renna yfir þetta saman.

Hafa samband

Umsagnir

Sjáðu hvað viðskiptavinir okkar eru að segja!

Í

Íris Kristinsdóttir

19.ágúst 2025

5/5
Þvílíkir fagmenn sem Ari og Úlfar eru. Við fengum þá í tvöfalt fimmtugsafmælið okkar og bókuðum sérsniðið pubquiz. Þeir náðu að blanda almennum spurningum á svo geggjaðan hátt í kringum okkur hjón, spurningar sem ekki bara fólkið sem þekkir okkur best vita. Tímalengdin fullkomin og þeir ekkert smá hressir og skemmtilegir. Mælum 100% með þeim
S

Starfsmannafélag Veritas

15. september 2025

5/5
Við fengum Ara og Úlfar til að halda pubquiz í hádeginu fyrir starfsmannafélag Veritas og það var algjör veisla. Quizið braut upp daginn á skemmtilegan hátt og allir fóru brosandi frá borði. Við mælum hiklaust með þeim fyrir alla sem vilja rífa upp stemminguna og fá frábæra skemmtun.
A

Arnar Þórðarson

20. september 2025

5/5
Við fengum strákana í Ullari til okkar í Vistor með Emoji kennslu sem fór svo sannarlega vel í mannskapinn að við bókuðum þá aftur. Mæli 100% með þeim
← Scroll to see more reviews →

Hafa samband